Jæja, aðfangadagur eru runninn upp og einungis 10 tímar í jólahangikjötið. Ég get ekki beðið. Ég er í vinnunni fram á hádegi og fæ svo tæplega 5 daga frí frá vinnu. Þetta er kærkomið frí svo ekki sé meira sagt enda er ég orðinn talsvert þreyttur.

Þetta ár hefur verið ótrúlega gott að mörgu leyti. Við hjónin höfum unnið markvisst að því að hreinsa til eftir okkur í bankakerfinu og er alveg magnað hvernig þetta var nú orðið. Ég tel mig nokkuð skynsaman mann (þeir sem eru ekki sammála sendi póst á ats1971@mi.is) en samt missti ég sjónar á peningamálunum.
En þetta er allt að koma eins og skáldið skrifaði.

Alexander, Dísa og Matthías eru öll frábær og ég get ekki beðið eftir að koma heim í hádeginu og knúsa þau öll.

Ég fór í skötuveislu í gær og loks komst ég í smá jólaskap. Skatan er ekkert sérstaklega vel lyktandi en rosalega er hún góð á bragðið, já hún er góð. Ekki sakar að hafa smá bjór með. Ég er tiltölulega nýbyrjaður að borða Skötu og má þá helst þakka honum Didda tengdapabba það.

Ég óska öllum gleðilegra jóla og vonandi verður vörskiptajöfnuður hagstæður.

Ummæli

Vinsælar færslur